Mikilvægar upplýsingar

Kostnaður sem þú þarft að standa straum af á meðan þú stundar nám í NGK tengist ferðum, húsnæði og framfærslu.

Þú verður í fjórum menntaskólum á þremur skólaárum.

Ferðir á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands kosta á bilinu 1500 – 2000 dkr. Ferðir frá Íslandi eða Danmörku til Grænlands eru þó dýrari og kostar ferðin á bilinu 6000 – 7000 dkr.

Útgjöld varðandi húsnæði eru einnig mismunandi í löndunum fjórum.

Húsnæðiskostnaður í Danmörku er 4200 dkr. og við hann bætist síðan fæðiskostnaður og önnur neysla. Þú þarft að greiða fyrirframhúsaleigu og tryggingu.

Dvöl á heimili á Íslandi kostar um 3400 dkr.

Dvöl á heimili í Færeyjum kostar um 3500 dkr.

Herbergi á stúdentagarði á Grænlandi kostar um 3000 dkr.

Framfærslukostnaður í löndunum fjórum er mismunandi. Það mun að öllum líkindum verða ódýrast að vera í Danmörku og á Íslandi. Dönsku íbúðirnar eru með eldhúsi, svo nemendur geta sjálfir verslað í matinn og eldað. Verð í dönskum matvöruverslunum eru yfirleitt hagstæð.

Allir skólar eru með mötuneyti og þar geta nemendur t.d. keypt morgunmat fyrir 25-30 dkr. Sumir skólanna eru með einfaldan ókeypis morgunmat, t.d. hafragraut.

Í Danmörku er hægt að þvo þvott í almenningsþvottahúsi í bænum.

Engin útgjöld eru varðandi skólagönguna í neinum hinna fjögurra skóla. Nemendur greiða smáupphæð fyrir ljósritun osfrv. Engin útgjöld vegna námsgagna verða í neinum skólanna á þeim þremur árum sem námið stendur yfir.

Engin útgjöld verða vegna námsferða.

Ef þú hefur spurningar varðandi útgjöld, hafðu þá samband við post@gribskovgymnasium.dk.

NGK Brochure

Með góðri kveðju,

Lotte Mundus

verkefnisstjóri

Vi ser frem til at høre fra dig

Skriv til os

Fold ud

Tak for din besked - vi kontakter dig snarest

leaves
Adresse

NGK

c/o Gribskov Gymnasium

Østergade 52
3200 Helsinge
Denmark

post@gribskovgymnasium.dk

EAN
5798 000 557 451
CVR nummer
29 55 39 47

Kontor og telefontid

8.00-15.00
(fredag 8.00-14.00)

Tlf. kontor: +45 48 79 84 10